Sérstakt námskeið

sérstakt námskeið

Sérstakt námskeið vegna akstursbanns er að hefjast, skráning hjá Grím í síma 8200090

Sérstakt námskeið eru fyrir þá er hafa misst ökuréttindi sín fljótlega eftir að hafa fengið bráðabirgðaökuskírteini. Ökuskírteini er gildir í þrjú ár.

Hið opinbera heiti á þessu ökunámi er „sérstakt ökunám“ enda fyrir sérstakt fólk.

Ekki er um að ræða fastar dagsetningar á þessum námskeiðum heldur eru þau heldin eftir þörfum. Einnig er mikilvægt að hafa samband sem fyrst ef það stefnir í óefni eða vandmál með bráðabirgðaökuskírteinið, Það getur marg borgað sig að fá réttar ráðleggingar og leiðbeiningar frá fagmanni sem þekkir til.

Hvað er gert á sérstöku námskeiði?

 • Farið yfir áhættuþætti umferðar
 • Ábyrgð ökumanns og viðhorf til hinna í umferðinni
 • Þátttakendur skoða eigin hegðun í umferðinni
 • Lærum að taka tillit til umferðarlaga
 • Taka ábyrgð á eigin gjörðum
 • Ef þú veist það ekki þá segi ég „þú ert einstök/einstakur“

Hægt er að fara inn á samgongustofa.is og lesa námskrána hér.

Hvenær og hvar er sérstakt námskeið kennt

Námskeiðið er alltaf kennt á þriðjudögum milli klukkan 18:00 og 20:30. Hvert námskeið stendur í þrjár vikur. Kennsla fer fram í Klettagörðum 11, sama húsi og E.T og Aðalskoðun eru, nálægt Sundahöfn.Hægt er að skoða kort á ja.is

Að loknu sérstöku námskeiði

 • Þú færð viðurkenningu um að hafa sótt sérstakt námskeið
 • Sækir um að taka ökuprófin að nýju hjá sýslumanni
 • Hefur með til sýslumanns, viðurkenninguna og annað er til þarf
 • Greiðir fyrir nýtt ökuskírteini
 • Tekur skriflegt og verklegt ökupróf að nýju

Hafðu samband við Grím Bjarndal ökukennara sem hefur reynslu af þessum námskeiðum og hvað þarf að gera eftir námskeið.
bjarndal@mi.is og eða í gsm 8200090

Nánar um sérstakt námskeið

Markmiðið með sérstöku námskeiði er að stuðla að bættri hegðun byrjanda í umferðinni og að hann sýni meiri löghlýðni við umferðarreglur.

Sérstakt námskeið er fyrir handhafa fyrsta bráðabirgðaskírteinis sem fær akstursbann við fjórða refsipunkt, fær sviptingu vegna hraðaksturs eða aksturs undir áhrifum áfengis, ávana- eða fíkniefna.

Hver byrjandi fer aðeins einu sinni á slíkt námskeið á tíma bráðabirgðaskírteinis.

Á sérstöku námskeiði er lögð megináhersla á eftirfarandi:

 • Áhættuþættir umferðar
  Ábyrgð ökumanns og viðhorf til áhættutöku
  Skilningur byrjandans á tilgangi umferðar og áhrifum sálrænna og félagslegra þátta
  Hæfni byrjandans til að taka ábyrgar ákvarðanir í umferðinni
  Fylgni byrjandans við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra reglna sem settar eru um akstur og umferð og skilningur hans á þeim

Námskrá og fjöldi tíma

Námskeiðið tekur þjár vikur, er í fjórum lotum, þrjár kennslustundir í senn með viku millibili, alls 12 kennslustundir. Auk þess eru tveir verklegir ökutímar. Sá sem er í akstursbanni getur farið á sérstakt námskeið þegar það býðst og þegar það hentar honum.

Kennt er í samræmi við námskrá Samgöngustofu.

Að námskeiði loknu leggur byrjandinn inn umsókn um endurveitingu ökuskírteinis með vottorði um að námskeiði sé lokið. Þá er gefin út próftökuheimild og þarf byrjandinn að endurtaka ökuprófið, bæði bóklega og verklega prófið.