Sérstakt námskeið – bráðabirgðaskírteini

Næsta námskeið hefst 4. júní

Námskeiðsgjald: 30.000 kr

Kennslutími: Þriðjudaga kl. 17:30-20:00
Staður:
Klettagarðar 11, 104 Reykjavík (í húsi E.T. flutninga hf, 3. hæð)
Umsjónarkennari: Bergrún Grímsdóttir 

Nánari upplýsingar og skráning í síma 8461646 eða á bergrungrims@kopavogur.is

Hverjir þurfa að koma á Sérstakt námskeið?

Sérstakt námskeið er fyrir handhafa bráðabirgðaskírteinis sem fær akstursbann við fjórða refsipunkt eða fær sviptingu vegna hraðaksturs og/eða aksturs undir áhrifum áfengis, ávana- eða fíkniefna.

Að loknu sérstöku námskeiði

  • Þú færð viðurkenningu um að hafa sótt sérstakt námskeið
  • Sækir um að taka ökuprófin að nýju hjá sýslumanni
  • Hefur með til sýslumanns, viðurkenninguna og annað er til þarf (þeir sem eru sviptir í 12 mánuði eða lengur þurfa einnig að skila inn læknisvottorði)
  • Greiðir fyrir nýtt ökuskírteini
  • Tekur skriflegt og verklegt ökupróf að nýju

Markmiðið með sérstöku námskeiði er að stuðla að bættri hegðun byrjanda í umferðinni og að hann sýni meiri löghlýðni við umferðarreglur. 

  • Megininntak námskeiðsins er fræðsla og upplýsingamiðlun um veigamikil grundvallaratriði er varða akstur, viðhorf og hegðun ökumannsins. 
  • Á námskeiðinu öllu skal leitast við efla og auka skilning nemans á eigin lífi og reynslu og tengja við akstur og umferð eftir því sem við á.
  • Sem rauður þráður í gegnum námskeiðið allt á því að ganga umfjöllun um raunverulegar aðstæður nema, áhrifaþætti í lífi þeirra, þýðingu eigin ákvarðana og athafna, ábyrgð og viðhorf. 
  • Neminn sé þess meðvitaður hvers vegna honum sé gert að sækja sérstakt námskeið vegna umferðarlagabrota.
  • Neminn sé meðvitaður um þá ábyrgð sem fylgir ökuréttindum og þýðingu ökuréttinda fyrir daglegt líf.

Kennt er í samræmi við námskrá Samgöngustofu.

Hægt að skoða á korti á ja.is