Ökuníðings námskeið

Ökuníðings námskeið

Ökuníðings námskeið að hefjast, skráning hjá Grím í síma 8200090

Ökuníðings námskeið eru fyrir þá er hafa misst ökuréttindi sín fljótlega eftir að hafa fengið bráðabirgðaökuskírteini. Ökuskírteini er gildir í þrjú ár.

Hið opinbera heiti á þessu ökunámi er „sérstakt ökunám“ enda fyrir sérstakt fólk.

Ekki er um að ræða fastar dagsetningar á þessum námskeiðum heldur eru þau heldin eftir þörfum. Einnig er mikilvægt að hafa samband sem fyrst ef það stefnir í óefni eða vandmál með bráðabirgðaökuskírteinið, Það getur marg borgað sig að fá réttar ráðleggingar og leiðbeiningar frá fagmanni sem þekkir til.

Hvað er gert á ökuníðings námskeiðum?

 • Farið yfir áhættuþætti umferðar
 • Ábyrgð ökumanns og viðhorf til hinna í umferðinni
 • Þátttakendur skoða eigin hegðun í umferðinni
 • Lærum að taka tillit til umferðarlaga
 • Taka ábyrgð á eigin gjörðum
 • Ef þú veist það ekki þá segi ég „þú ert einstök/einstakur“

Hægt er að fara inn á samgongustofa.is og lesa námskrána hér.

Hvenær og Hvar eru ökuníðings námskeið kennd

Námskeiðið er alltaf kennt á þriðjudögum milli klukkan 18:00 og 20:30. Hvert námskeið stendur í þrjár vikur. Kennsla fer fram í Klettagörðum 11, sama húsi og E.T og Aðalskoðun eru, nálægt Sundahöfn.Hægt er að skoða kort á ja.is

Að loknu ökuníðings námskeiðinu

 • Þú færð viðurkenningu um að hafa sótt ökuníðingsnámskeið
 • Sækir um að taka ökuprófin að nýju hjá sýslumanni
 • Hefur með til sýslumanns, viðurkenninguna og annað er til þarf
 • Greiðir fyrir nýtt ökuskírteini
 • Tekur skriflegt og verklegt ökupróf að nýju

Hafðu samband við Grím Bjarndal ökukennara sem hefur reynsluaf þessum námskeiðum og hvað þarf að gera eftir námskeið.
bjarndal@mi.is og eða í gsm 8200090

Nánar um námskeiðið hér